Þrír af fjórum leikjum umferðarinnar fóru fram í kvöld, einn af þeim var leikur Hauka og Stjörnunnar. Verður að segjast að Stjarnan hafi verið með yfirhöndina allann tímann. Stjarnan var yfir allan leikinn, Haukar náðu tvisvar að jafna leikinn en aldrei komust þær yfir. Fyrsti leikhluti endaði á hrikalegum þrist frá Önnu Lóu um leið og leikklukkann gall, en það var að sama skapi mest spennandi atvik að hálfu Haukanna í leiknum.

Stjarnan spilaði frábæra vörn með Auði Írisi þar fremsta í flokki, hún pressaði leikstjórnanda Haukanna fullan völl og gaf ekkert eftir þegar líða fór á leikinn. Einnig mætti hrósa Danielle fyrir frábæra vörn sem og sóknarleik en hún hefur verið að glíma við veikindi síðustu vikur aftur á móti sást ekkert á henni á vellinum, kannski ekki annað hægt þar sem hún spilar rúmar 39 mínútur og þarf að halda haus allan tímann.

LeLe var ekki fyrirferða mikil fyrr en undir lok fjórða leikhluta, hún fór þá að sýna gömlu góðu taktanna en það var ekki nóg og satt að segja alltof seint. Hún hefði mátt byrja miklu fyrr ef hún ætlaði sér að breyta þessum leik. Haukakonur voru heldur andlausar og ósannfærandi, þær þurfa að stíga upp og gera betur ef þær ætla að landa fleiri sigrum í vetur.

Þegar litið er á tölfræðina má sjá að Stjarnar er að hitta betur, taka fleiri varnarfráköst og að gefa fleiri stoðsendingar. Haukarnir eru að taka fleiri skot og víti, þar af leiðandi með lélegri nýtingu en þær taka einnig fleiri sóknarfráköst ásamt því að vinna fleiri lausa bolta. En Haukarnir þurfa meira til til þess að vinna sterk lið deildarinnar.

Margt er hægt að lesa úr tölfræðinni, og þrátt fyrir frábærar tölur er ekki hægt að segja að Danielle hafi verið hetja leiksins. Sá titill verður að fara til bæði Jóhönnu Björk og Auði Írisar, þær voru hreint út sagt magnaðar í þessum leik. Auður Íris spilaði nánast óaðfinnanlegan varnarleik og Jóhanna átti frábæran leik á báðum endum vallarins þrátt fyrir að hafa villað sig út úr leiknum. Jóhanna er leikmaðurinn sem allir vilja hafa með sér í liði en enginn vill spila á móti, hún er ekki aðeins drullu sterk heldur er hún einn mesti peppari deildarinnar. Það er fátt sem veitir jafn mikla gleði og að sjá Jóhönnu flexa hart er hún fagnar velgengni liðsins.

Stjarnan er fáránlega gott lið sem heldur áfram að koma á óvart, þær eiga eingöngu eftir að bæta sinn leik þegar lengra líður á deildina. Sóknarleikur þeirra er oft á tíðum mjög skemmtilegur ásamt því er vörnin þeirra mjög heilsteypt þó það sé hægt að bæta hana enn fremur.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Umfjöllun / Regína Ösp

Myndir / Bára Dröfn