Haukar komust áfram í Geysisbikar kvenna fyrr í kvöld með naumum sigri á Grindavík. Grindavík sem leikur í 1. deild kvenna lét Hauka heldur betur hafa fyrir sigrinum.

Þóra Kristín Jónsdóttir var stigahæst hjá Haukum með 25 stig auk þess að bæta við 6 fráköst og 5 stolna bolta. Nokkuð stopp var hinsvegar í lok leiksins er Þóra Kristín Jónsdóttir meiddist illa og þurfti að bera hana af velli.

GIF-myndbrot af meiðslum Þóru má sjá hér að neðan:

Vísir.is greinir frá því að Þóra hafi verið borin af velli og óttast er um að hún sé með slitna hásin. Ástand hennar verður væntanlega metið betur í kvöld og ætti alvarleiki meiðslanna að koma í ljós á morgun.

Vonandi fyrir Þóru eru meiðslin ekki eins slæm og þau litu út fyrir en Haukar leika gegn Snæfell á miðvikudag í síðasta leik ársins.

Uppfært: Samkvæmt Ólöfu Helgu þjálfara Hauka hafa rannsóknir sýnt að hásin Þóru er ekki slitin og á réttum stað. Nánari niðurstaða er ekki komin en útlit er fyrir að meiðslin séu ekki eins alvarleg og við fyrstu sýn.