Þór Þ heimsótti Hauka í tíundu umferð Dominos deildar karla í kvöld. Bæði lið töpuðu í síðustu umferð og en Haukar voru tveimur stigum fyrir ofan Þór í töflunni.

Þórsarar lögðu grunninn af sigrinum með ótrúlegri frammistöðu í fyrsta leikhluta þegar liðið setti 37 stig gegn 23 hjá Haukum. Þór Þ bætti í forystuna fyrir hálfleik og segja má að leik hafi verið lokið þegar flautað var til hálfleiks og staðan var 39-59.

Forystuna gáfu Þorlákshafnarbúar ekki frá sér í seinni hálfleik og unnu að lokum 73-106 sigur á Haukum og jafna þar með Hauka að stigum.

Hjá Þór var Halldór Garðar stigahæstur með 25 stig en hann hitti ansi vel í leiknum. Nikolas Tomsick áatti einnig frábæran leik og var með 21 stig og 15 stoðsendingar.

Haukar voru án Marquese Oliver en þeir Kristinn Marínósson og Haukur Óskarsson voru með sitthvort 16 stigin fyrir liðin.

Tölfræði leiksins.