Sextán liða úrslitum Geysisbikarsins lauk í gærkvöldi með þremur leikjum. Nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós en ljóst er að það verða risaviðureignir í átta liða úrslitunum.

Þar með er ljóst hvaða lið verða í hattinum þegar dregið verður í átta liða úrslitum í hádeginu í dag. Eitt 1. deildar lið er í hattinum í Geysisbikar karla og eitt 1. deildar lið í Geysisbikar kvenna.

Lýst verður beint frá drættinu á Twittersíðu Körfunnar og greint frá því helsta á síðunni. Eftirfarandi lið verða í hattinum þegar dregið verður á eftir í átta liða úrslit.

Geysisbikar kvenna:

Keflavík

Haukar

Breiðablik

Skallagrímur

Stjarnan

ÍR

Valur

Geysisbikar karla:

Njarðvík

Stjarnan

Skallagrímur

Tindastóll

Vestri

ÍR

KR

Grindavík