Stjörnumenn taka á móti KR í stórleik 9. umferðar Domino’s deildar karla næstkomandi sunnudag, 9. desember. Til að hita upp fyrir leikinn hafa Stjörnumenn í samstarfi við Símann Pay ákveðið að efna til leiks, þar sem 100 fyrstu einstaklingarnir sem kaupa miða á leikinn í gegnum Símann Pay appið fá miðann á einungis eina krónu. Þar að auki munu heppnir kaupendur eignast Stjörnutreyju og árskort á alla heimaleiki Stjörnunnar í Domino’s deildunum.

Allt sem áhugasamir þurfa að gera er að sækja Síminn Pay appið í snjallsímann og kaupa miða á leikinn, en nákvæmar leiðbeiningar má sjá á meðfylgjandi mynd.