Í kvöld fór fram leikur Skallagríms og Selfoss í 16 liða úrslitum Geysisbikars karla.

Fyrsti leikhluti byrjaði vel fyrir Selfoss og var stemningin með þeim fyrri hluta leikhlutans. Skallagrímur náði aðeins að slípa sig til og hengu í þeim. Skallagrímur var að spila lélega sókn en náðu aðeins að laga hana í lok fyrsta leikhluta. Staðan 22-25 fyrir Selfoss eftir fyrsta leikhlutann.

Í öðrum leikhluta náðu Skallagrímur að komast yfir og ná að fá stemningu í liðið. Selfoss var ennþá að spila hörku bolta og Skallagrímsmenn voru ekki alveg að spila sinn besta sóknarleik. Staðan í hálfleik 41-37 fyrir Skallagrím.

Í þriðja leikhluta komu Skallagrímur og tóku yfir. Þeir fóru að spila góða vörn og Selfoss voru að taka erfið skot. Skallagrímur náði að koma stemningu í fjósið sem hjálpaði þeim. Staðan 62-56 fyrir Skallagrím eftir þriðja leikhluta.

Í fjórða leikhluta voru Skallagrímur alltaf með forystuna og voru að spila bara nokkuð ágætann bolta. Selfoss komust aðeins inní leikinn í lokin en Skallagrímur náði að sigla sigrinum í land 79-72 lokatölur í fjósinu í Borgarnesi.

Besti maður leiksins var Matej Buovac hjá Skallagrím sem var með 20 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar. Hjá Selfossi var Michael E Rodriguez bestur og var með 23 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar.

Skallagrímur með skyldusigur og komnir í 8 liða úrslit í Geysisbikar karla.

Tölfræði leiksins