Sara Rún Hinriksdóttir leikmaður Cancius háskólans átti frábæra viku fyrir skólann en liðinu tókst þó ekki að sækja sigur í tveimur leikjum.

Sara var með 17 stig og 12,5 fráköst að meðaltali í þessum tveimur leikjum. Fyrri leikurinn gegn Bowling Green þar sem Sara var með geggjaða tvöfalda tvennu 18 stig og 17 fráköst. Þá var hún með 16 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar í tapi gegn Buffalo.

Frammistaða hennar varð til þess að hún var valin Pepsi Zero leikmaður vikunnar í MAAC deildinni og var fyrsti leikmaður liðsins til að hljóta þann heiður á þessu tímabili. Tvöfalda tvenna Söru í leiknum var sú þriðja á tímabilinu og sjötta á ferlinum í Bandaríkjunum.

Þá var leikmaðurinn einnig valinn leikmaður vikunnar hjá National Jesuit programminu sem verðlaunar leikmenn fyrir frammistöðu sína innan og utan vallar.