Körfuboltabúðir Vestra hafa opnað fyrir skráningu í búðir sínar 4.-9. júní 2019 á Ísafirði.

Þessar körfuboltabúðir hafa verið haldin ár hvert í 10 ár og voru smekkfull seinasta sumar með 150 iðkendum sem mættu í búðirnar. Í búðirnar mætir fjöldinn allur af þjálfurum, bæði bandarískir þjálfarar, evrópskir þjálfarar (yfirleitt austur-evrópskir og spænskir) og að sjálfsögðu íslenskir þjálfarar sömuleiðis.

Hægt er að skrá sig hér og allar upplýsingar má finna á heimasíðu búðanna eða á Facebook-síðu þeirra.

Ekki slæm jólagjöf fyrir unga körfuboltaleikmenn!