Marquese Oliver mun ekki leika áfram með Haukum í Dominos deild karla en hann hefur ekki verið með liðinu í síðustu þremur leikjum. Mbl.is greindi frá þessu í morgun. 

Haukar og Oliver hafa slitið samning sínum en þetta var staðfest í frétt Morgunblaðsins. Oliver var meiddur í leiknum gegn Grindavík fyrir rúmri viku síðan en var síðan ekki með liðinu í töpunum gegn Þór Þ í deildinni og Vestra í bikarnum.

Marquese Oliver var með 19,9 stig og 11,6 stig að meðaltali í leik fyrir Hauka í vetur. Hann hafði leikið nokkuð vel og því fregnirnar ansi óvæntar. Oliver lék með Þór Akureyri á síðustu leiktíð og þar áður með Fjölni í 1. deild karla.

Samkvæmt frétt mbl.is er leit hafin af eftirmanni Oliver en félagaskipaglugginn er lokaður til 1. janúar svo Haukar verða án amerísks leikmanns gegn Stjörnunni annað kvöld í síðustu umferðársins í Dominos deild karla.