Keflavík hefur samið við litháann Mindaugas Kacinas um að leika með liðinu það sem eftir er af tímabili Dominos deildar karla. Mindaugas er 25 ára, 204 cm framherji sem síðast lék með Basket Zielona Góra í Póllandi og tvö ár þar á undan með Neptunas Klaipeda í efstu deild í Litháen. Þá hafði hann áður bæði leikið með South Carolina Gamecocks í fyrstu deild bandaríska háskólaboltans, sem og verið einn besti leikmaður undir 20 ára liðs Litháen á Evrópumótinu 2013.

Þá staðfesti félagið einnig að bakvörðurinn Mantas Mockevicius væri væntanlegur aftur í liðið eftir áramót, en eftir að hafa staðið sig vel í fjórum leikjum með liðinu fyrr í vetur, þurfti hann frá að hverfa.