Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Úrslitin í þeim að mestu eftir bókinni fyrir utan sigur Miami Heat á New Orleans Pelicans, en með sigrinum stöðvuðu Heat sex leikja taphrinu síðustu vikna.

Þá sigraði næst heitasta lið deildarinnar, Denver Nuggets, sinn fimmta leik í röð þegar þeir báru sigurorð af Portland Trail Blazers, 113-112, í Moda Center í Portland. Framherjinn Paul Millsap atkvæðamestur gestanna í leiknum með 22 stig og 10 fráköst á meðan að fyrir heimamenn var það bakvörðurinn CJ McCollum sem dróg vagninn með 33 stigum og 4 fráköstum.

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Cleveland Cavaliers 95 – 128 Boston Celtics

Utah Jazz 119 – 111 Charlotte Hornets

Chicago Bulls 88 – 107 Detroit Pistons

Washington Wizards 98 – 123 Philadelphia 76ers

Memphis Grizzlies 131 – 125 Brooklyn Nets

New Orleans Pelicans 101 – 106 Miami Heat

Atlanta Hawks 109 – 124 Oklahoma City Thunder

Houston Rockets 136 – 105 San Antonio Spurs

Orlando Magic 99 – 85 Phoenix Suns

Dallas Mavericks 103 – 114 Los Angeles Lakers

Denver Nuggets 113 – 112 Portland Trail Blazers