Martin Hermannsson sneri loks aftur á völlinn eftir nærri tveggja mánaða fjarveru vegna meiðsla. Martin sem misst hefur úr fjölda leikja með Alba Berlín auk landsleikja með Íslandi mætti heldur betur klár í slaginn.

Alba Berlín vann þá góðan 108:96- sigur á Giessen í þýsku úrvalsdeildinni. Martin var stigahæstur á vellinum með 19 stig auk þess að hitta mjög vel í leiknum. Þá tók hann þrjú fráköst og þrjár stoðsendingar.

Bayern Munich er í efsta sæti þýsku Bundesligunnar en Alba er þar á eftir í öðru sæti, tveimur sigurleikjum frá Bayern.

 

View this post on Instagram

 

Felt good to be back

A post shared by Martin Hermannsson (@martinhermanns) on