Lykilleikmaður 10. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Hauka, Þóra Kristín Jónsdóttir. Í nokkuð öruggum sigri liðsins á Breiðabliki skilaði Þóra þrennu. Skoraði 23 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Þá var hún með miðið úr djúpinu í lagi í leiknum, setti niður 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum.

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Snæfells, Katarina Matijevic, leikmaður Keflavíkur, Brittanny Dinkins og leikmaður KR, Orla O´Reilly.