Lykilleikmaður 13. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Vals, Helena Sverrisdóttir. Í góðum 84-73 sigri á Stjörnunni skilaði Helena þrennu, 24 stigum, 11 fráköstum, 10 stoðsendingum og 3 stolnum boltum.

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Snæfells, Kristen McCarthy, leikmaður Keflavíkur, Brittanny Dinkins og leikmaður KR, Kiana Johnson.