Þegar við kveðjum árið 2018 er gott að líta um öxl og minnast augnablikanna sem gæddu árið lífi. Sum þeirra eigum við í huganum en önnur eru til á ljósmyndum. Karfan hefur í gegnum árið verið svo lánsamt að frábærir ljósmyndarar hafa lagt okkur lið og myndað leiki og viðburði.

Myndir ársins 2018 hjá Körfunni telja á þúsundum ef ekki meira og því ansi skemmtilegt að líta yfir farin veg. Hér að neðan má finna brota af þessum myndum sem þóttu eftirminnilegar á árinu 2018.

Finnur Freyr Stefánsson stýrði KR til fimmta íslandsmeistaratitilsins á fimm árum fyrr á árinu. Tilfinningarnar voru miklar enda árangur sem verður seint leikinn eftir.

Mynd: Bára Dröfn

Ísland vann góðan sigur á Finnlandi í undankeppni HM snemma ársins. Geitin og kiðlingurinn fögnuðu sigrinum innilega.

Mynd: Bára Dröfn

Brynjar Þór Björnsson vann leik þrjú í úrslitaeinvígi KR og Tindastóls með ótrúlegu lokaskoti yfir Pétur Rúnar Birgisson. KR komst þar með í 2-1 í einvíginu og lyfti íslandsmeistaratitlinum í næsta leik.

Mynd: Hjalti Árnason

Valur knúði fram oddaleik í úrslitaeinvígi Dominos deildar kvenna gegn Haukum. Leikur fjögur var æsispennandi í Valshöllinni og fagnaði Darri Freyr Atlason þjálfari Vals með því að stökkva hæð sína.

Mynd: Bára Dröfn

Logi Gunnarsson kvaddi landsliðið eftir sigurleik gegn Tékklandi í febrúar á þessu ári. Logi lék 147 landsleiki fyrir Íslands hönd og er fjórði leikjahæsti leikmaðurinn frá upphafi.

Mynd: Skúli B. Sigurðsson

Haukar urðu Íslandsmeistarar í Dominos deild kvenna eftir frábært einvígi gegn Val. Ungt lið Hauka fagnaði ærlega eftir að titilinn var í húsi.

Mynd: Bjarni Antonsson

Tindastóll vann sinn fyrsta stóra bikar í byrjun ár er liðið varð Bikarmeistari í fyrsta sinn. Þegar laukaflautið gall fögnuðu leikmenn innilega ásamt fullri stúku af stuðningsmönnum Tindastóls.

Mynd: Bára Dröfn

Eitt umdeildasta dómaraaugnablik ársins var dómur í lok leiks Hauka og Breiðabliks snemma á tímabilinu þar sem Blikar fengu ranglega dæmda á sig sóknarvillu. Mynd sem segir þúsund orð.

Mynd: Bjarni Antonsson

Kristinn Óskarsson dómari fer yfir það helsta með Arnari Guðjónssyni í leik Stjörnunnar og Breiðabliks. Gott spjall!

Mynd: Bjarni Antonsson

Ingvar Guðjónsson gerði Hauka að Íslandsmeisturum í Dominos deild kvenna eftir frábært einvígi gegn Val. Hann fagnaði mjög vel og náðist þessi mynd af honum í látunum.

Mynd: Bjarni Antonsson

Plakat ársins. Kristófer Acox, besti leikmaður Dominos deildar karla á síðustu leiktíð tróð yfir Ragga Nat í leik KR og Njarðvíkur í úrslitakeppninni.

Mynd: Bára Dröfn

Ljósmyndir Körfunnar birtast reglulega einnig á Instagram síðu okkar.