Tólfta umferð Dominos deildar kvenna rúllar af stað í kvöld með fjórum leikjum. Spennan hefur verið mikil í deildinni og mikið af óvæntum úrslitum.

Í Hafnarfirði fá Haukar Stjörnuna í heimsókn en bæði lið þurfa á sigri að halda til að hala í við efstu liðin í deildinni. KR fær Breiðablik í heimsókn en KR hefur komið mjög á óvart í vetur og verður fróðlegt að sjá hvort Blikar nái að standa í KRingum.

Vesturlandsslagurinn fer svo fram í Fjósinu í Borgarnesi þar sem nýr þjálfari Skallagríms, Biljana Stanković stýrir liðin í fyrsta sinn á heimavelli. Snæfell vann fyrri leik liðanna á tímabilinu og vill væntanlega halda í toppsætið með sigri í kvöld.

Leikir dagsins:

Dominos deild kvenna:

Haukar – Stjarnan – kl. 19:15

Skallagrímur – Snæfell – kl. 19:15

KR – Breiðablik – kl. 19:15