Tíundu umferð Dominos deildar karla lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Í Hafnarfirði er Þór í heimsókn í mikilvægum leik.

Tvíhöfði fer fram í Origo höllinni þar sem Valur og Keflavík mætast tvisvar, sama kvöld. Í Dominos deild kvenna fer síðasti leikur 12. umferðar fram þar sem Helena Sverris og félagar í Val mæta toppliðinu.

Karlamegin geta Valsarar haldið uppteknum hætti eftir góðan sigur í Borgarnesi þegar þeir fá Keflavík í heimsókn. Þá er nóg um að vera í 1. deildunum og mikið af körfubolta á þessu föstudagskvöldi.

Leikir dagsins:

Dominos deild kvenna:

Valur – Keflavík – kl. 18:00

Dominos deild karla:

Haukar – Þór Þ – kl. 19:15

Valur – Keflavík – kl. 20:15

1. deild kvenna:

Þór – Fjölnir – kl. 18:00

1. deild karla:

Vestri – Selfoss – kl. 19:15

Hamar – Höttur – kl. 19:15

Þór – Sindri – kl. 20:00