Sextán liða úrslitum Geysisbikarsins lýkur í kvöld með þremur leikjum í karla- og kvennaflokki.

Í Geysisbikar kvenna mæta úrvalsdeildarliðin Haukar og Keflavík 1. deildar liðunum Grindavík og Fjölnir. Óvænt úrslit litu dagsins ljós í gær og er spurning hvort þau verði fleiri í dag.

Stórleikur fer fram í Geysisbikar karla þar sem Þór Þ fær Njarðvík í heimsókn. Þar snýr Einar Árni Jóhannsson aftur í Þorlákshöfn þar sem hann stýrði skútunni í nokkur ár.

Fjallað verður frekar um leiki kvöldsins síðar í kvöld.

Leikir dagsins:

Geysisbikar kvenna:

Haukar – Grindavík – kl. 19:15

Keflavík – Fjölnir – kl. 19:15

Geysisbikar karla:

Þór Þ – Njarðvík – kl. 19:30