Tíunda umferð Dominos deildar kvenna lýkur í kvöld er frestaður leikur Skallagríms og Keflavík fer fram.

Leikurinn átti að fara fram síðasta miðvikudagskvöld en var frestað vegna veðurs. Skallagrímur er án þjálfara en liði lét Ara Gunnarsson fara fyrir viku en liðið hefur ekki tilkynnt hver tekur við liðinu.

Keflavík getur haldið í við toppliðin KR og Snæfell með sigri en fari svo eru liðin öll jöfn að stigum.

Þá fara tveir leikir fram í 1. deild karla í kvöld  þar sem spennan er mikil. Nánar verður fjallað um leikina á Körfunni í dag.

Leikir dagsins:

Dominos deild kvenna:

Skallagrímur Keflavík – kl. 19:15

1. deild karla:

Snæfell Vestri – kl. 19:15

Sindri Höttur – kl. 20:00