Jólahefðir landans eru eins fjölbreyttar og þær eru margar. Körfuboltaáhugafólk hefur hinsvegar í gegnum tíðina þurft að skipuleggja jólaboð jóladags í kringum körfuboltaveisluna í Bandaríkjunum.

Fimm risa leikir fara fram í NBA deildinni þar sem nokkur af bestu liðum deildarinnar mætast innbyrgðis. Hver leikurinn á fætur öðrum og eru á ansi þægilegum tíma fyrir okkur á Íslandi, að minnsta kosti framan af degi.

Leikir dagsins á íslenskum tíma eru:

kl 17:00 Milwaukee Bucks – New York Knicks
kl 20:00 Oklahoma City Thunder – Houston Rockets
kl 22:30 Philadelphia 76’ers – Boston Celtics
kl 01:00 Los Angeles Lakers – Golden State Warriors
kl 03:30 Portland Trail Blazers – Utah Jazz.

NBA sérfræðingar Körfunnar fóru yfir leikina í nýjasta podcasti síðunnar sem má finna hér.