Keith Vassell rekinn frá London Lightning

Keith Vassell var í gær látinn fara sem þjálfari London Lightning þrátt fyrir að hafa leitt liðið til kanadíska meistaratitilsins síðasta vor. Forkólfar liðsins voru ekki sáttir við byrjun þess á tímabilinu en Vassell var látinn taka poka sinn eftir að liðið tapaði tveimur leikjum í röð á helginni.

Vassell lék í sjö ár á Íslandi og hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2003. Hann varð Íslandsmeistari með KR árið 2000 og bikarmeistari með ÍR árið 2007. Hann hóf þjálfaraferil sinn með karlaliði KR árið 1999 og gerði kvennalið félagsins að Íslands- og bikarmeisturum árið 2002. Auk KR þjálfaði hann einnig Fjölnir hér á landi.