Davidson háskólinn heldur áfram á sigurbraut og í nótt sigruðu þeir liði Winthorp 99:81.  Leiddir áfram af Jóni Axel Guðmundssyni sem hefur átt skýnandi góða byrjun þetta tímabilið, þá leiddu Davidson með 6 stigum í hálfleik 51:45.   Jón Axel sýndi gestum sýnum litla gestrisni í Belk Arena og skoraði á þá 24 stig, tók 10 fráköst og sendi 6 stoðsendingar á liðsfélaga sína.

Kellan Grady bætti svo við 20 stigum fyrir Davidson sem hafa nú unnið 8 leiki og aðeins tapað 1 leik í vetur.