Keflavík hefur rift samningi við Javier Seco. Spánverjinn spilar ekki fleiri leiki með Keflavík. Þetta kemur fæstum á óvart enda hefur hann ekki staðið undir væntingum í vetur. Seco var að spila tæpar 17 mínútur í leik og skilaði 5,9 stigum og 3,8 fráköstum.