Hollenski bakvörðurinn Janine Guijt hefur samið við lið Hauka um að leika með liðinu í Dominos deild kvenna eftir áramót. Þetta var tilkynnt á heimasíðu Hauka í gærkvöldi.

Samkvæmt heimasíðu Hauka hefur Janine leikið upp öll yngri landslið Hollands og var nýlega valin í A landsliðið ásamt því að vera í landsliði Hollands í 3 á 3 keppni FIBA.

Hún er væntanleg til landsins á milli jóla og nýárs og verður orðin lögleg með Haukum strax eftir áramótin.