Þar sem næstu íslandsmót í þessum flokkum eru haldin í mars ætlar körfuknattleikdsdeild Fjölnis að halda skemmtilegt hraðmót fyrir 9.flokk drengja og stúlkna þann 18.-20. janúar næstkomandi.

Mótið byrjar á föstudagskvöldinu 18. Spilað er í riðlum á föstududeginum og laugardeginum, á sunnudeginum er síðan spilað upp á sæti og úrslitaleikirnir fara fram.
Spilað er eftir hraðmótsreglum sem kynntar verða síðar, í mótsgjaldinu er síðan innifalið 3 máltíðir, hádegismatur á laugardeginum og sunnudeginum og svo pizzakvöld á laugardagskvöldinu.

Skráning í mótið endar 10.jan.