Haukur Helgi Pálsson hefur heldur betur verið að gera flotta hluti í frönsku úrvalsdeildinni þar sem hann leikur með Nanterre 92.

Haukur var valinn í lið 14. umferðar þar sem hann setti 22 stig i 99-93 sigri á Le Portel. Haukur hitti gríðarlega vel í leiknum auk þess að taka fimm fráköst og leika frábæran varnarleik.

Nanterre sitja í þriðja sæti deildarinnar eftir 15 umferðir en liðið tapaði í gær gegn Pau-Lacq-Orthez í leik um hvort liðið færi í annað sæti deildarinnar. Haukur var með 11 stig og 4 fráköst í leiknum.