Lokaumferð dominos deildar kvenna fer fram í kvöld. Einnig fara fram tveir leikir karla megin en seinni þrír verða spilaðir á morgun.

Oft er talað um að það verði engin meistari í nóvember og desember en það gerir jólin sannarlega hátíðlegri að vera á toppnum, í það minnsta vinna síðasta leikinn fyrir jól.

Athyglisverð leikjaflétta er í kvöld fyrir tilviljun þar sem liðin spila innbyrðis eftir sætum. 1. sætið tekur á móti því 8., 2. sætið tekur á móti því 7. Það eina sem skolaðist til er að 6. sætið fær heimaleikinn á móti 3. sætinu og svo spila 4. og 5. sætið.

Við hjá karfan.is leggjum til að sem flestir skelli sér á völlinn, skilji jólin og amstrið tengt þeim eftir fyrir utan íþróttahúsið og njóti körfuboltans áður en hann fer í tveggja vikna frí.

19:15 1. Keflavík  –  8. Breiðablik
19:15 2. Snæfell  –  7. Haukar
19:15 6. Skallagrímur  –  3. KR
18:00 4. Stjarnan  –  5. Valur