Nú í hádeginu var dregið í átta liða úrslitum Geysisbikarsins og ljóst er að rosalegar viðureignir eru framundan.

Í Geysisbikar karla er stærsta viðureignin Tindastóll og Stjarnan en Njarðvík fékk eina 1. deildar liðið í pottinum, Vestri útileik gegn Njarðvík.

Í Geysisbikar kvenna mætast Valur og Keflavík í frábærri viðureign en 1. deildar lið ÍR heimsækir Breiðablik.

Leikdagar eru 20. og 21. janúar. Dráttinn má sjá í heild sinni hér að neðan:

Geysisbikarkeppni karla:

ÍR – Skallagrímur

Njarðvík – Vestri

Tindastóll – Stjarnan

KR – Grindavík

Geysisbikarkeppni kvenna:

Snæfell – Haukar

Stjarnan – Skallagrímur

Breiðablik – ÍR

Keflavík – Valur