Stjarnan hefur sagt upp samning sínum við hina ítölsku-argentínsku Florencia Palacios. Palacios kom að krafti inn með Stjörnunni þennan veturinn þegar hún setti 7 af 8 þriggja stiga skota sinna í fyrsta leik gegn Keflavík. Í heildina lék hún 12 leiki fyrir félagið. Skilaði hún 12 stigum, 4 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í leik.

 

Stjarnan er sem stendur í 4.-5. sæti deildarinnar ásamt Val.