ÍR vann öruggan sigur á ÍA í 16. liða úrslitum Geysisbikarsins í gærkvöldi. Skagamenn voru yfir í hálfleik en ótrúlegur þriðji leikhluti ÍR sem liðið vann 43-23 gerði útslagið.

Lokastaðan var 104-73 fyrir ÍR. Skúli Kristjánsson var stigahæstur hjá heimamönnum með 19 stig. Borce Ilievski dreifði mínútunum vel á milli leikmanna ÍR. Borgnesingurinn Hjalti Ásberg Þorleifsson var stigahæstur hjá ÍA með 17 stig.

Hinn fjórtán ára Aron Orri Hilmarsson spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik í gær og setti eina körfu á 05:34 mínútum sem hann spilaði. Það er ekki á hverjum degi sem svo ungur leikmaður spilar sinn fyrsta meistaraflokks leik og er þetta frábær árangur hjá kauða.

ÍR er þar með komið í 8. liða úrslit Geysisbikarsins ásamt Grindavík, KR og Vestra.