Körfuboltaárinu 2018 fer senn að ljúka en um áramót er hefð að líta um öxl og sjá hvað stóð uppúr á árinu. Margar stórar fréttir voru birtar á Körfunni á árinu enda stórt ár að baki. Það er þó ekki alltaf samansem merki milli þess að vera stórt frétt og vera aðsóknarmikil.

Hér að neðan skoðum við tíu vinsælustu fréttir ársins 2018 á Karfan.is.

  1. Körfuboltafjölskyldan leggst á eitt við að safna fyrir fjölskyldu dómara

Söfnun var hrundið af stað síðasta sumar fyrir Halldór Geir Jensson körfuknattleiksdómari og fjölskylda hans. Dóttir hans glímdi þá við alvarleg veikindi en körfuboltafjölskyldan safnaði fyrir fjölskylduna.

2. Sjáðu fallegt myndband frá styrktarkvöldi Péturs Péturssonar

Í September síðastliðinn rúllaði af stað fyrsta árlega Pétursmótið. Mót sem er haldið til styrktar minningarsjóðs og til heiðurs Péturs Péturssonar, sem lést langt fyrir aldur fram þann 21. september árið 2016. Við þetta tilefni var myndband frá styrktarkvöldi fyrir Pétur frumsýnt.

3. Varaformaður aganefndar biðlaði til dómara að hætta: „Sent út í hita leiksins“

Það vakti athygli þegar varaformaður aga-og úrskurðarnefndar KKÍ birti tíst þar sem hann gagnrýndi einn dómara leiks KR og Tindastóls harðlega.

4. Fyrsta körfuboltahús landsins að verða klárt

Fyrsta körfuknattleikshús landsins tók á sig mynd og átti að vera klárt fyrir Domino´s-deildinar fyrir þessa leiktíð. Einhver bið hefur verið á því

5. Þór riftir samning sínum við Sindra Davíðsson

Það þótti ansi óvænt þegar samningi Þór Ak við Akureyringinn Sindra Davíðsson var rift. Ástæðan sem Sindra var gefin var að félagið stæði illa fjárhagslega.

6. Marcus Walker á leið í flug til Íslands

Hávær slúðursaga gekk á milli manna fyrir fjórða leik undanúrslitaeinvígis KR og Hauka  að hinn eldfljóti Marcus Walker myndi spila fyrir KR út úrslitakeppnina. Sú saga hefur nú fékk góðan meðbyr þegar Marcus Walker setti mynd af flugmiða sínum á Instagram.

7. Pétur Rúnar um Brynjar Þór: Stundum á hann ekkert erindi inn á körfuboltavöll

Í þriðja leik úrslitaeinvígis Dominos deildar karla milli Tindastóls og KR voru þeir félagar Pétur Rúnar og Brynjar Þór ekki sáttir við hvorn annan. Pétur lét útúr sér ansi áhugaverð ummæli. Sérlega skemmtileg frétt að rifja upp í ljósi þess að Pétur og Brynjar eru liðsfélagar í dag í Tindastól.

8. Jordan nýtur lífsins á Íslandi

Deandre Jordan þáverandi leikmaður Los Angeles Clippers eyddi stjörnuleiksfríi sínu á Íslandi fyrr á árinu. Gunnar Ingi Gunnarsson hitti hann á ferð í miðbæ Reykjavíkur.

9. Margrét í spjalli – „Körfuboltinn gefur mér eitthvað“

Í vinsælasta podcasti ársins á Körfunni ræðir Margrét Sturlaugsdóttir um ferilinn og körfubolta. Margrét var í miðri krabbameinsmeðferð þegar þátturinn var tekinn upp og var baráttan rædd.

10. 16 ára og tróð tvívegis í 1. deildinni

Hugi Hallgrímsson stimplaði sig inn í 1. deild karla í gær með tveimur troðslum í 80-47 sigri Vestra á Snæfell.

11. Sautján manna landsliðshópur klár – Þrír nýliðar

Landsliðsþjálfarar Íslenska landsliðsins tilkynntu sautján manna æfingahóp fyrir fyrir leikina gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM í febrúar.

12. Carmen neitaði að fara í viðtöl og kenndi þjálfaranum um tapið

Nokkuð fíaskó var í kringum undanúrslitaleik Njarðvíkur og Skallagríms þar sem Njarðvík hafði sigur. Eftir leikinn aus Carmen Tyson-Thomas reiði sinni yfir þjálfara Skallagrís Richi og fór ekki í viðtöl.

13. Finnur með þungt högg á uppeldisklúbbinn

Helgi Már Magnússon sneri aftur til KR fyrir úrslitakeppnina í Dominos deild karla. Yngri bróðir Helga og fyrrum leikmaður KR skítur hinsvegar föstum skotum á sinn uppeldisklúbb með á Twitter. Til gamans má geta að Finnur sneri aftur til KR á haustmánuðum.

14. Helgi Már farinn aftur til Bandaríkjanna

Framherji KR Helgi Már Magnússon sneri aftur til Bandaríkjanna fyrir úrslitaeinvígið. Sem var nokkru fyrr en búist var við.

15. Brynjar Þór í handboltann

Áttfaldi íslandsmeistarinn Brynjar Þór Björnsson gifti sig á sumarmánuðum. Í maí steggjuðu vinir hans hann og fengu Körfuna til að taka þátt í góðu gríni þar sem Brynjar var sagður hafa snúið sér að handboltanum.