Fyrir jól var dregið í riðla fyrir Evrópukeppni FIBA fyrir öll mót yngri liða fyrir næsta sumar og þar á Ísland lið í keppni U16, U18 og U20 hjá drengjum og stúlkum. Heimasíða KKÍ greindi frá þessu í gær.

Eftirfarandi lið voru dregin saman í riðla með Íslandi :

U16 stúlkna: Leika í Sofiu, Búlgaríu 15.-24. ágúst 2019.

A-riðill: Slóvenía, Serbía, Bosnía, Rúmenía, Ísland og Svartfjalland.

U16 drengja: Leika í Podgorica, Svartfjallalandi 8.-17. ágúst 2019.
C-riðill: Danmörk, Svartfjallaland, Sviss, Ísland, Úkraína og Hvíta-Rússland.

U18 stúlkna: Leika í Skopje í Makedóníu 5.-14. júlí 2019.
B-riðill: Sviss, Tyrkland, Portúgal, Búlgaría og Ísland.

U18 drengja: Leika í Oradea í Rúmeníu 26. júlí – 4. ágúst 2019.
C-riðill: Bosnía, Ísrael, Lúxemborg, Tékkland, Noregur og Ísland.

U20 kvenna: Leika í Prishtina í Kosovó 3.-11. ágúst 2019.
A-riðill: Ísland, Króatía, Ísrael og Kosovó.

U20 karla: Leika í Matosinhos á Portúgal 12.-21. júlí 2019.
A-riðill: Ungverjaland, Ísland, Írland, Hvíta-Rússland og Rússland.