Þessa stundina fer fram leikur Breiðabliks og Tindastóls í Dominos deild karla. Segja má að leikurinn sé algjör einstefna enda staðan 28-57 í hálfleik fyrir gestunum frá Sauðárkróki.

Brynjar Þór Björnsson er búinn að eiga alveg ótrúlegan fyrri hálfleik og er lang stigahæstur með 33 stig á 15 mínútum og 49 sekúndum. Öll stig hans hafa komið fyrir aftan þriggja stiga línuna eða ellefu þriggja stiga körfur í heildina.

Í fyrri hálfleik einum er hann orðinn efstur yfir flestar þriggja stiga körfur í einum leik. Justin Martin leikmaður var fyrir leikinn efstur með níu þriggja stiga körfur sem hann setti í sigri ÍR á Val þann 14. nóvember næstkomandi.

Áhugavert verður að sjá hversu margar þriggja stiga körfur Brynjar endar með en hann er í hálfleik með 61% nýtingu eða 11/18 í skotum. Hægt er að fylgjast með framvindu mála hér.