16 ára troðslukóngurinn að vestan með eina á móti Haukum

"Ekkert eitthvað layup kjaftæði hérna"

Hinn 16 ára gamli Hugi Hallgrímsson heldur áfram að bæta í troðslusafnið sitt í vetur en í dag setti hann eina á í óvæntum 87-83 sigri Vestra á móti Úrvalsdeildarliði Hauka í 16 liða úrslitum Geysisbikarsins. Alls skoraði hann 12 stig í leiknum auk þess sem hann gaf 3 stoðsendingar og varði 1 skot.