Dregið var í 16-liða úrslit Geysisbikars KKÍ í höfuðstöðvum sambandsins í dag. Einungis tvær viðureignir eru milli Domino’s deildarliða, en Þór Þorlákshöfn mætir Njarðvík í bikarkeppni karla og kvennamegin mæta Stjörnukonur KR. Aðrar áhugaverðar viðureignir eru viðureign toppliðs 1. deildar, Hamars gegn Stjörnunni og viðureign Íslandsmeistara KR og KR b. Leikdagar 16-liða úrslita eru 15.-17. desember næstkomandi.

16-liða úrslit karla:

Tindastóll – Fjölnir

Skallagrímur – Selfoss

KR b – KR

Þór Þorlákshöfn – Njarðvík

Grindavík – Njarðvík b

Hamar – Stjarnan

Vestri – Haukar

ÍR – ÍA

16-liða úrslit kvenna:

Valur-Hamar

Njarðvík-Skallagrímur

Haukar-Grindavík

ÍR – Keflavík b

Tindastóll-Breiðablik

Stjarnan – KR

Þór Ak. – Snæfell

Keflavík – Fjölnir