Tveir íslenskir leikmenn leika með liði Florida Tech háskólans í Bandaríkjunum, Valur Orri Valsson með karlaliði skólans og Guðlaug Björt Júlíusdóttir með kvennaliði skólans.

Valur Orri átti frábæran leik fyrir skólann í gær er liðið vann góðan 85-92 sigur á Concordia. Valur endaði með tvöfalda tvennu, tólf stig og tíu stoðsendingar á 32 mínútum sem hann lék.

Guðlaug Björt lék einnig með Florida Tech í gær en liðið tapaði gegn Simon Fraser skólanum 82-80. Guðlaug var í byrjunarliðinu og endaði með níu stig.