Valskonur töpuðu í gær gegn Stjörnunni í sjöttu umferð Dominos deildar kvenna í æsispennandi leik. Athygli vakti að bandarískur leikmaður liðsins Brooke Johnson var ekki með Val í leiknum.

Það hefur nú fengið staðfest að leikmaðurinn sé farinn frá félaginu og því leit hafin af eftirkonu hennar.

Brooke Johnson var með 16,5 stig, 9,4 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik en það hefur ekki dugað fyrir Val sem hafa nú tekið ákvörðun um að láta hana fara.

Einhverjir hefðu gert ráð fyrir öruggari sigri Stjörnunnar þar sem erlendan leikmann vantaði í lið Vals. Valsarar þéttu raðir sínar hinsvegar og töpuðu með einu stigi 67-68 gegn sterku liði Stjörnunnar.