Tveimur leikjum er lokið í Dominos deild karla í kvöld þar sem segja má að ansi óvænt úrslit hafi litið dagsins ljós.

Botnliðin tvö mættust á Hlíðarenda þar sem Valur lyfti sér af botninum með sigri á Breiðablik í leik þar sem varnarleikurinn var í aukahlutverki. Myndasafn úr leiknum má finna hér. 

Haukar unnu svo ansi hreint óvæntan sigur á Keflavík. Haukar hófu seinni hálfleikinn á 17-0 áhlaupi sem Keflavík náði ekki að svara.

Leik Njarðvíkur og Stjörnunnar er enn ólokið en nánar verður fjallað um hann síðar í kvöld.

Úrslit kvöldsins:

Valur 114-102 Breiðablik

Haukar 81-64 Keflavík