Þrír leikir fóru fram í Dominos deild kvenna í kvöld. Í Keflavík sigruðu heimakonur lið Snæfells, í Garðabæ vann Stjarnan KR og í Origo Höllinni bar Valur sigurorð af Íslandsmeisturum Hauka.

Leikirnir voru hluti af níundu umferð deildarinnar sem fór af stað í gær með sigri Breiðabliks á Skallagrím. Eftir umferðina eru Keflavík, Snæfell og KR jöfn að stigum í efsta sæti deildarinnar. Fjórum stigum fyrir aftan í 4. sætinu er svo Stjarnan.

Staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins:

Keflavík 82 – 55 Snæfell

Stjarnan 69 – 82 KR

Valur 88 – 72 Haukar