Þór sigraði Vestra fyrr í dag heima á Akureyri með 91 stigi gegn 71 í toppslag fyrstu deildar karla. Eftir leikinn sitja Þórsarar einir á toppi deildarinnar með 12 stig eftir sjö fyrstu umferðirnar. Einum sigurleik fyrir aftan eru svo Vestri og Fjölnir með 10 stig.

Staðan í deildinni

Tölfræði leiks:

Þór Ak.-Vestri 91-71 (21-21, 24-19, 24-20, 22-11)

Þór Ak.: Pálmi Geir Jónsson 21/6 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 18/4 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir, Kristján Pétur Andrésson 13/4 fráköst, Larry Thomas 12/5 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 12/4 fráköst, Damir Mijic 8/12 fráköst, Bjarni Rúnar Lárusson 5/4 fráköst, Gunnar Auðunn Jónsson 2, Egill Elvarsson 0, Róbert Orri Heiðmarsson 0, Sigurður Traustason 0, Arnór Jónsson 0.

Vestri: André Huges 20/9 fráköst, Hugi Hallgrímsson 15, Nebojsa Knezevic 14/5 fráköst, Nemanja Knezevic 13/19 fráköst, Hilmir Hallgrímsson 4, Ingimar Aron Baldursson 3, Gunnlaugur Gunnlaugsson 2, Helgi Snær Bergsteinsson 0, Haukur Hreinsson 0.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson