Sprennutrylli var að ljúka í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem heimamenn unnu sigur á Stjörnunni í geggjuðum leik.

Venjulegur leiktími dugði ekki til að skilja liðin að en staðan af honum loknum var 73-73. Framlenging staðreynd og voru liðin enn jöfn að henni lokinni. Því þurfti að tvíframlengja þar sem Njarðvík reyndist vera sterkari að lokum.

Lokastaðan 97-95 eftir frábæran leik í Ljónagryfjunni. Viðtöl eftir leikinn eru væntanleg á Körfuna.

Úrslit kvöldsins:

Valur 114-102 Breiðablik

Haukar 81-64 Keflavík

Njarðvík 73-73 Stjarnan