Fyrsti sigur Valsmanna kom í kvöld nokkuð óvænt að flestra mati gegn Stjörnumönnum. Valsmenn munu aldrei viðurkenna að neitt hafi verið óvænt en 97 stig þeirra dugðu í kvöld gegn 92 stigum Stjörnumanna. Kendall Anthony með 34 stig fyrir Val en hjá Stjörnunni var Paul Jones með 31 stig.

Í Keflavík vörðu heimamenn vígi sitt gegn Breiðablik, lokastaða 88:80 en það voru Blikar sem leiddu í hálfleik. Michael Craion með 26 stig fyrir Keflavík en Christian Covile með 25 stig fyrir Blika.

Tindastóll marði sigur á Grindavík fyrir norðan í hörkuleik sem endaði 71:70 heimamenn í vil.  Urald King með 23 stig fyrir Tindastól og reif niður 14 fráköst að auki, en hjá Grindvíkingum var það Jordy Kuiper með 17 stig og 10 fráköst.

Að lokum voru það svo Þórsarar í Þorlákshöfn sem sem töpuðu gegn gestum sínum ÍR, 88:92. Justin Martin stigahæstur gestana úr Breiðholtinu með 27 stig en Nikolas Tomsick var stigahæstur Þór með 23 stig.