Tveir leikir fóru fram í 10. umferð Dominos deildar kvenna í kvöld. Í DHL Höllinni sigruðu heimakonur í KR granna sína úr Val og Haukar lögðu Breiðablik heima í Schenker Höllinni í Hafnarfirði.

Leik Skallagríms og Keflavíkur, sem fara átti fram í Borgarnesi, var frestað vegna veðurs, en ekki er komin ný tímasetning á hann.

Eftir leiki kvöldsins eru KR einar á toppi deildarinnar. Tveimur stigum á undan bæði Keflavík og Snæfell, sem þó eiga leik til góða.

Staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins:

KR 82 – 79 Valur

Haukar 80 – 63 Breiðablik