Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld. Á Hornafirði lögðu heimamenn í Sindra lið Snæfells. Sigurinn sá fyrsti hjá Sindra í vetur og er liðið í 7. sæti deildarinnar. Snæfell enn án sigurs í 8. sætinu.

Í Hveragerði sigraði Fjölnir svo lið Hamars. Með sigrinum fer Fjölnir í toppæti deildarinnar, en því deila þeir með Þór og Vestra. Hamar er í 4.-5. sæti deildarinnar ásamt Hetti.

Staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins:

Sindri 92 – 41 Snæfell

Hamar 102 – 113 Fjölnir