Þrír leikir fóru fram í 2. deild karla í dag. Í Fagralundi lögðu heimamenn í Stálúlf lið Njarðvík b, Álftanes sigraði Val b í Origo Höllinni og á Vesturgötunni á Akranesi bar KR b sigurorð af heimamönnum í ÍA.
Eftir leiki dagsins er Álftanes enn á toppi deildarinnar, en Valur b er einum sigurleik fyrir aftan í 2. sætinu.

Staðan í deildinni

Úrslit dagsins:
Stálúlfur 70 – 67 Njarðvík b
Valur b 88 – 93 Álftanes
ÍA 76 – 118 KR b