Ívar Ásgrímsson, þjálfari landsliðs kvenna, og aðstoðarþjálfari hans Hildur Sigurðardóttir, hafa ákveðið að bæta við einum leikmanni í æfingahópinn sinn og skipar hann því 15 leikmenn fyrir leikina tvo í nóvember, þann 17. nóv. og 21. nóv. hér heima í Höllinni.

Unnur Tara Jónsdóttir frá KR var boðuð til æfinga en hún á að baki þrjá landsleiki með A-liði kvenna. Þessa þrjá landsleiki lék hún árið 2007 og því ellefu ár síðan hún lék síðast landsleik.

Landsliðshópurinn er því þannig skipaður:

Leikmaður Félag Staða Hæð F. ár Landsleikir
Berglind Gunnarsdóttir Snæfell F 177 1992 19
Birna Valgerður Benýsdóttir Keflavík M 185 2000 7
Briet Sif Hinriksdóttir Stjarnan B 174 1996 0
Embla Kristínardóttir Keflavík B 170 1995 14
Guðbjörg Sverrisdóttir Valur B 180 1992 16
Gunnhildur Gunnarsdóttir Snæfell F 176 1990 27
Hallveig Jónsdóttir Valur B 180 1995 12
Helena Sverrisdóttir VBW CEKK Cegléd F 184 1988 68
Hildur Björg Kjartansdóttir Celta de Vigo F 188 1994 23
Ragnheiður Benónísdóttir Stjarnan M 188 1994 4
Sigrún Björg Ólafsdóttir Haukar B 174 2001 0
Sigrún Sjöfn Ámundardóttir Skallagrímur F 181 1988 51
Sóllilja Bjarnadóttir Breiðablik B 175 1995 4
Unnur Tara Jónsdóttir KR F 178 1989 3
Þóra Kristín Jónsdóttir Haukar B 173 1997 8

 

Þjálfari: Ívar Ásgrímsson · Aðstoðarþjálfari: Hildur Sigurðardóttir
Styrktarþjálfarar: Arnar Sigurjónsson og Bjarki Rúnar Sigurðsson
Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir