Í Fjósinu í Borgarnesi áttust við Skallagrímur og Keflavík í sjöundu umferð Dominos deildar karla. Skallagrímur töpuðu gegn Haukum í síðustu umferð á meðan Keflavík tók sigur á móti Breiðablik.

Fyrir leik var myndasýning til minningar um Brynjar Berg Guðmundsson sem lést á dögunum. Brynjar lék með Skallagrím upp alla yngri flokka auk þess að starfa í kringum körfuboltann í bænum. Þá var hann fyrstur til að leika Skallann, lukkudýr Skallagríms og það með eftirminnilegum hætti. Virkilega falleg stund sem virtist gefa Borgnesingum kraft í upphafi leiks.

Í fyrsta leikhluta var leikurinn strax jafn og spennandi og bæði lið voru að spila góða vörn. Staðan eftir 1. leikhluta var 22-23 fyrir Keflavík.

Í öðrum leikhluta byrjaði Keflavík vel og náðu 8-0 sprett og þá tók Finnur leikhlé. Keflavík spiluðu góða vörn á meðan Skallar voru að gera ódýr mistök. Síðar í leikhlutanum ná Skallagrímsmenn að saxa niður forskotið og jafna leikinn. Staðan í hálfleik 42-42.

Í þriðja leikhluta náðu Skallar að kveikja í húsinu og komast í forystuna. Keflvíkingar voru ekki að fíla það og náðu að saxa niður forskot heimamanna. En leikurinn var ennþá hnífjafn og gríðarleg spenna var í fjósinu. Staðan 70-65 fyrir Skallagrím eftir leikhlutann

Í fjórða leikhluta ætlaði þakið að rifna af fjósinu og var leikurinn hnífjafn og gríðarlega spennandi. Keflavík komast yfir í lokin og ná að halda forustunni til enda leiksins og lokatölur úr fjósinu 95-97 Keflavík í vil. Gríðarlega góður körfuboltaleikur í Borgarnesi sem Keflavík náði að vinna og fara sáttir með 2 stig suður til Keflavíkur.

Besti maður vallarins var afmælisbarnið Aundre Jackson sem var með 31 stig, 10 fráköst og 1 stoðsendingu. Hjá Keflavík var Michael Craion bestur með 26 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Þá setti Hörður Axel Vilhjálmsson risastór skot í lok leiks sem segja má að hafi unnið leikinn eftir að hafa verið týndur í sóknarleik liðsins framan af.  Einnig var Björgvin Hafþór mjög góður hjá Skallagrím með þrefalda tvennu 15 stig, 10 fráköst og 16 stoðsendingar.

Flottur leikur í Fjósinu sem Keflavík náðu í góð tvö stig á erfiðum heimavelli.

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Væntanlegt)

Viðtöl:Umfjöllun: Guðjón Gíslason