Fyrrum leikmaður Hattar og Þórs Þ Tobin Carberry heldur áfram að gera það gott í meginlandinu þar sem hann leikur nú með dönsku meisturunum Bakken Bears.

Þessi 27. ára bakvörður var með 26 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar í 108-84 sigri á Kosovan. Carberry hitti einnig tíu af þrettán skotum sínum í leiknum.

Bakken Bears hafa unnið þrjá leiki í röð í E-riðli Eurocup. Frammistaða Carberry tryggði honum sæti í úrvalsliði umferðarinnar og var besti leikmaður umferðarinnar.

Carberry var meðal bestu leikmanna í Dominos deildinni meðan hann lék hér. Hann var lék í Finnlandi á síðustu leiktíð þar sem hann fór í úrslitaeinvígi deildarinnar.