Njarðvíkingar töpuðu stórt í Skagafirði í síðustu umferð á meðan Haukar náður sér í góðan sigur gegn Breiðablik.
Liðin voru nokkuð jöfn í fyrsta leikhluta. En það voru gestirnir úr Hafnafirði sem komu mun sterkari til leiks í öðrum leikhluta. Haukarnir komust mest í 12 stiga forustu.
Heimamenn komust aðeins af stað undir lok leikhlutans. Staðan í hálfleik 45 – 49. Njarðvíkingar héldu uppteknum hætti í þriðja leikhluta og náðu að jafna leikinn á 5 mínútu 59-59, en gestirnir komu til baka og staðan fyrir fjórða leikhluta var 69 – 72. Villuvandræði gestanna reyndist þeim dýrkeypt og það voru heimamenn sem sigldu fram úr í fjórða leikhluta og unnu góðan sigur.
Byrjunarlið
Njarðvík: Jeb Ivey, Kristinn Pálsson, Maciek Baginski, Ólafur Helgi Jónsson og Mario Matasovic
Haukar: Hilmar Smári Henningsson, Haukur Óskarsson, Kristinn Marinósson, Marques Oliver og Matic Macek
Þáttaskil
Betri varnarvinna og meiri vilji heimanna í meðan gestirnir komust í villuvandræði í 4. leikhluta gerði gæfumuninn fyrir Njarðvík.
Tölfræðin lýgur ekki
Bæði lið fráköstuðu svipað í fyrri hálfleik. Njarðvíkingar voru síðan miklu ákafari í seinni og enduðu með 47 fráköst á móti 30 fráköstum Hauka.
Hetjan
Gamli maðurinn Jeb Ivey átti frábæran leik. Setti niður þrist undir lok fjórða sem gerði út um leikinn. Hann var með 32 stig og 5 stoðsendingar, 30 framlagspunkta.
Kjarninn
Villuvandræði Hauka reyndust þeim erfið, Kristján, Haukur og Marques voru allir með fjórar villur við upphaf fjórða leikhluta. Haukur Óskarsson fór útaf með 5 villur þegar 3 mínútur voru eftir og Njarðvíkingar 5 stigum yfir. Haukar geta þó huggað sig við það að það er stígandi í leik liðsins á meðan Njarðvíkingar þrátt fyrir sigur í kvöld þurfa að vera meira sannfærandi.
Tölfræði leiks
Myndasafn
Umfjöllun / Þormóður Logi
Myndir & viðtöl / Jón Björn