Höttur mætti Skallagrím í fyrstu umferð Geysisbikarsins í Brauð og co. Höllinni á Egilsstöðum. Leikurinn var spennandi og baráttan var mikil í báðum liðum.

Í lok fyrst leikhluta gerðist undarlegt atvik þar sem skotklukka endurstilltist ekki og fengu hattarar þar af leiðandi tækifæri til að enda leikhlutan yfir, sem þeir nýttu vel og fengu erfitt sniðskot sem Andrée Michelsson setti glæsilega niður. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 19-17 Hött í vil. Annar leikhluti var síðan hnífjafn þar sem bæði lið virtust  vera með góðan stöðuleika í bæði sóknar- og varnarleik sínum og leiddu hattarar í hálfleik 38-36. Skallgrímingar komu sterkir inn í seinni hálfleik og keyrðu hratt á hattara sem virkuðu nokkuð þreytulegir. Eftir þriðja leikhluta leiddu Skallagrímur 56-62.

Þáttaskil

Í byrjun fjórða leikhluta var ákveðið einbeytingarleysi í varnarleik Hattar og byrjuðu skallgrímingar að raða niður þristum eins og enginn væri morgundagurinn. Hattarar virtust ekki hafa neitt svar við því þar sem nánast hver einasti þristur skallgríminga endaði ofan í körfunni.

Tölfræðin lýgur ekki

Skallagrímsmenn gerðu virkilega vel og höfðu betur í öllum tölfræðilegum þáttum nema vítanýtingu. Einnig voru 7 menn af þeim 10 sem spiluðu hjá Skallagrími með 11 eða fleiri stig.

Hetjan

Hetja leiksins að mati ritara þessarar umfjöllunar var hann Eyjólfur Ásberg Halldórsson. Þar sem hann virtist alltaf geta sótt körfu handa sínum mönnum þegar þörf var á. Hann endaði leikinn með 16 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar á 67% þriggja stiga nýtingu og 56% tveggja stiga nýtingu með 21 í framlag.

Kjarninn

Leikurinn var hnífjafn þangað til í fjórða leikhluta og það sem skildi liðin af í lokin var skotnýting Skallagríms. Skallagrímur sýndi einfaldlega aðeins meiri gæði í lokin sem varð til þess að þeir komast áfram í Geysisbikarnum. Hötturum mun án ef þykja sárt að detta úr bikarnum mun fyrr en þeir ætluðu sér, en Skallagrímsmenn náðu að skjóta sig inn í næstu umferð bikarsins.

Tölfræði leiks

 

Umfjöllun / Aron Steinn & Hemmert Þór